top of page
Therapist and Patient

Iðjuþjálfun

Áfalla og einstaklingsmiðuð nálgun

Í iðjuþjálfun hjá Lífs-Iðju eru þættir í lífi, starfi og umhverfi einstaklings kortlagðir út frá einstaklings og áfallamiðaðri nálgun. Með því skapast tækifæri til að fá skýra mynd af þeim hindrunum sem hver og einn stendur frammi fyrir og vill finna leiðir til að yfirstíga.

Hindranir eða iðjuvandi getur skapast vegna kvíða, þunglyndis, ADHD, einhverfu eða grun um einhverfu, áfalla, hlutverkamissi í kjölfar andlegra eða líkamlegra veikinda eða annarra andlegra eða líkamlegra veikinda.


Mikilvægt er að finna leiðir til að skapa aukið jafnvægi milli líðan einstaklings, verkefna sem hann fæst við og umhverfisins sem hann er í hverju sinni sem getur stutt við eða hindrað þátttöku.

Íhlutun iðjuþjálfa getur falið í sér leiðir að skapa aukna yfirsýn verkefna með notkun skipulags, koma upp daglegri rútínu í takt við færni, þjálfa upp úthald og þol við iðju, aðlaga umhverfi, fræða og finna leiðir til að efla skilning á sjálfum sér, vinna með streitulausnir og æfa þær og svo lengi mætti telja því iðja er allt sem við gerum í daglegu lífi. Allt frá því að fara á fætur, klæða sig og nærast, fara á milli staða, stunda vinnu eða nám og yfir í að geta tengst fólki og átt félagsleg samskipti.


Íhlutun getur því átt sér stað á stofu, í heimahúsi, vinnustað eða annars staðar í samfélaginu.


Lögð er áhersla á stuttan biðtíma og mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir hverju sinni.

Hafðu samband til að kanna hvort ég geti aðstoða þig eða þína eða til að bóka tíma.


bottom of page