top of page

Námskeið og fræðsla

Lífs- iðja býður einstaklingum, fagaðilum og fyrirtækjum upp á fjölbreytt námskeið sem miða að því að efla færni í lífi og starfi.

Iðjulyklar mynd.jpg

Flæði Lífsins- nátttúrumeðferð fyrir konur

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu er lögð áhersla á skoðað hvernig streita hefur áhrif á það hvernig við tökumst á við verkefni og hvað við getum gert til að takast á við hana í daglegu lífi. Námskeiðið býður upp á tækifæri til að kortleggja áskoranir, styrkleika og bjargráð sem þátttakendur geta nýtt til að efla sig, skýra stefnu í lífinu eða við að stíga skref aftur út á vinnumarkað. Áhersla er lögð á að skoða hvaða stefnu við viljum velja í framtíðinni til að hámarka eiginleika okkar. 

 

Unnið verður bæði einstaklingsmiðað og í hóp með áherslu á að skoða:

  • Hvað hvetur okkur áfram og hvert viljum við stefna?

  • Hverjar eru áskoranir í okkar lífi og hvernig viljum við takast á við þær?

  • Hvernig nýtum við styrkleikar okkar?

  • Hvaða stuðning þurfum við til að taka næstu skref?

  • Hvaða leiðir getum við farið til að viðhalda jafnvægi?

  • Hvernig getum við nýtt reynslu og lærdóm við að stíga aftur út á vinnumarkað?

 

Námskeiðið fer fram bæði innan og utandyra í náttúru í nærumhverfi Höfuðborgarsvæðis og er aðgengilegt með almennings samgöngum.

Hver tími er 2,5-3 klst í einu í 6 vikur samanstendur af ræðslu, æfingum fyrir taugakerfið, einstaklings og hóp verkefnum í náttúru og ígrundun. Einnig koma þátttakendur í einstaklings viðtöl bæði fyrir og við lok námskeiðs – alls 20 klst.

Innifalið í námskeiði er ígrundunardagbók, mappa, skrifæri og hressing í kaffipásum

Skráning á biðlista fyrir næsta námskeið í hnappinum hér að neðan

Lífs-Iðja

Sundagarðar 2, 2.hæð 104 Reykjavík

  • Facebook
  • Instagram

©2020 by Lífs-Iðja.

bottom of page