top of page

Náttúrumeðferð

Hvað er náttúrumeðferð ?

Náttúrumeðferð er nálgun sem byggir á hugmyndafræði reynslunáms og sálfélagslegum módelum sem fer fram úti í náttúrunni. Unnið er með viðfangsefni sem einstaklingurinn vill finna lausnir á sem geta verið komin til vegna einhverra hindrana í daglegu lífi í kjölfar streitu, kvíða, þunglyndis, samskiptavanda, missi eða annarra óskilgreindra hindrana sem gera það að verkum að erfitt er að takast á við verkefni í daglegu lífi. Náttúrumeðferð getur hentað fólki á öllum aldri og ekki þarf að vera skilgreindur vandi fyrir hendi. Nálgunin getur verið leið til að skoða lífssögu í fortíð, nútíð eða framtíð, þegar við stöndum á tímamótum í okkar lífi eða þegar þörf er á að finna leiðir til að hafa áhrif á líðan og viðbrögð okkar í mismunandi aðstæðum sem við viljum skoða nánar, skilja betur eða breyta og hafa áhrif á.

Tré í skógi.jpg
Ein á fjalli.jpg

Einstaklings tímar

Byrjað er á að hittast á stofu Lífs-Iðju þar sem skoðað er hvað það er sem þú vilt vinna með í náttúrumeðferðinni, markmið eru sett og metin. Við ákveðum stað og stund til að hittast og förum yfir öryggisþætti sem þurfa að vera til staðar til að þú getir unnið að viðfangsefnum þínum í öruggu umhverfi. Staðurinn getur verið í nálægð heimilis eða á einhverjum stað í náttúru þar sem eru tré, vatn, hraun eða annar efniviður náttúru sem höfðar til þín. Í lok nokkurra skipta eru markmiðin endurmetin og áhersla lögð á að yfirfæra þá reynslu og þekkingu sem skapast hefur yfir í daglegt líf. Hver tími er 90 mínútur en einnig er hægt að óska eftir hálfum eða heilum degi ef þörf er á. 

Hafðu samband til að panta tíma eða til að skoða hvort þessi nálgun henti þér eða þínum.

Náttúrumeðferð í hóp

Að taka þátt í hópmeðferð getur skapað fleiri eða önnur tækifæri þar sem speglun jafningja getur verið jákvæð viðbót við meðferðaraðilan sem leiðir ferlið í náttúrunni. Í hópmeðferð er gætt að því að byggja upp traust til að þátttakendur geti tekið þau skref sem löngun er til í öruggu rými hópsins. Þátttakendur byrja á því að setja sér markmið eða viðfangsefni sem þörf er á að vinna með í upphafi eða mæta í einstaklingsviðtal áður en hópurinn hefst. Hópurinn hittist á fyrirfram ákveðnum stað í ákveðin tíma sem getur verið einu sinni í viku, í nokkur skipti eða í nokkra daga í röð. Oft er farið út fyrir borgarmörk eða jafnvel upp á hálendi þegar farið er yfir nokkra daga en í nærumhverfi borgar þegar hópur hittist vikulega. Í lok hópmeðferðar er lagt áherslu á að endurmeta markmið eða viðfangsefni og yfirfæra þá þekkingu sem skapast hefur yfir í daglegt líf.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að taka þátt í hóp eða fylgstu með þegar nýtt námskeið byrjar.

Ígrundun í hóp1.jpg
Exploring Nature

Hvernig fer náttúrumeðferð fram

Lífs- Iðja býður einstaklingum upp á náttúrumeðferð sem leið til að skoða iðjusögu, lífsmynstur, mismunandi hlutverk, hindranir og tengsl við sjálfan sig og aðra í öruggu rými í náttúrunni.

Í náttúrumeðferð fær einstaklingurinn tækifæri til að spyrja spurninga við því sem leytað er svara við með því að skoða sjálfan sig í gegnum samtal og verkefni í náttúrunni. Lagt er upp með að skapa öruggar aðstæður til að leyfa sér að upplifa og prófa sig áfram með breyttar venjur í hugsun og hegðun. Þar fær einstaklingurinn rými til að finna sínar leiðir til að takast á við hindranir og líðan sem getur leitt til aukins þroska og elft heilsu.

Nálgunin hefur verið notuð um allan heim með góðum árangri en markmið meðferðar er að nota náttúrulegt umhverfi til að styðja einstaklinga til að takast á við heilsubrest og efla geðheilsu sína í gegnum verkefni sem reyna á tilfinningalega, vitsmunalega, félagslega og líkamlega þætti. Í sinni einföldustu mynd er meðferðarrýmið í náttúrumeðferð flutt úr viðtalsherbergi út í náttúruna eða náttúran færð inn og býður Lífs- Iðja upp á bæði einstaklings eða hópmeðferð.

Tímarnir geta farið fram á göngu eða á fyrirfram ákveðnum stað í skóglendi, við sjó, vatn eða jafnvel í fjallgöngu eða ferðalagi til lengri tíma. Í forviðtali er farið yfir meðferðarleg markmið hvers og eins, lengd tímabils sem lagt er upp með, val áskoranna fyrir tímana og öryggisþætti sem þurfa að vera til staðar til að takast á við gamla vana í hegðun og hugsun sem geta leitt til breytingar á færni við iðju.

Hjá Lífs-Iðju er náttúrumeðferðin byggð á hugmyndafræði iðjuþjálfunar, reynslunámi, áfallamiðaðri nálgun, tengslakenningum, kenningum um skynúrvinnslu- Sensory Integration, Polyvagal kenningu um taugakerfið, líkamsmiðaðra nálgana og módelum um myndlíkingar. Við skoðum og prófum okkur áfram með áhrif náttúrumeðferðar á andlega og líkamlega heilsu, tengjum upplifun og verkefni yfir í daglegt líf. Löggð er áherslu á að hver og einn tileinki sér hjálplegar leiðir til tjá reynslu og upplifanir, finna tengsl við hugsun og viðbrögðum þegar við stöndum frammi fyrir hindrunum. Markmiðið er að styðja við þýðingarfulla reynslu og skapa rými til að efla andlega og líkamlega heilsu sem stuðlar að bættri líðan og aukinni þátttöku í samfélaginu.

Hægt er að velja um stakann  90 mín tíma í kjölfar viðtals, hálfan eða fullan dag eða hópmeðferð sem fer fram yfir nokkurra vikna tímabil.

 

Endilega hafðu samband til að kanna hvort náttúrumeðferð henti þér eða þínum eða til að bóka tíma.

Bóka tíma eða senda fyrirspurn
bottom of page