top of page

Harpa Ýr Erlendsdóttir

Harpa Ýr  hefur yfir 17 ára reynslu í starfi með einstaklingum með sálfélagslegan vanda allt frá börnum, ungmennum og fullorðnum og hefur sérhæft sig í áfalla og tengslamiðaðri nálgun í iðjuþjálfun.

 

Hún útskrifaðist með Bsc í iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2005 og Ms í Organizational Behaviour and Talent Management frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Harpa hefur reynslu að vinna með alla aldurshópa auk foreldra, maka og aðstandendur þeirra. Hún hefur unnið í endurhæfingu barna á ÆSLF, með ungmennum á BUGL og í Berginu Headspace, á endurhæfingargeðdeildum og í FMB teymi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Barnavernd Reykjavíkur í tengslamyndandi vinnu. Einnig vann hún með öldruðum á Velferðarsviði Kópavogsbæjar.

Harpa Ýr hefur auk þess sérhæft sig í náttúrumeðferð og verið leiðandi í því ferli að koma þeirri nálgun í meðferðarvinnu á framfæri hér á landi. Hún er ein af stofnendum NÚM-  Samtökum áhugamanna um náttúrumeðferð á Íslandi (2018), Nordic Outdoor Therapy Network (2017), Adventure Therapy Europe (2017) og hefur setið í International Adventure Therapy Committee (síðan 2016).

Harpa Ýr er einnig kennari í Solihull Aðferðinni hjá Geðverndarfélagi Íslands (Solihull Approach).

Harpa_Yr_Photo_Portrait_For_Web.png
laufblað.png

Velkomin í Lífs-iðju

Jafnvægi í daglegu lífi

Það er mismunandi hvaða leiðir henta hverjum og einum til að vera virkari í sínu daglega lífi
Hafðu samband og sjáðu hvort við getum aðstoðað þig eða þína.

bottom of page